Skip to content

Rithöfundasamband Íslands fær bráðabirgðaaðild að BHM

Framkvæmdastjórn BHM veitti Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) bráðabirgðaaðild að bandalaginu 30. janúar.

Mat framkvæmdastjórnarinnar er að aðildarumsókn Rithöfundasambandsins uppfylli þau skilyrði fyrir aðild sem áskilin eru í lögum BHM. Til að fullgilda aðild þarf samþykki aðalfundar BHM sem haldin verður 25. maí næstkomandi. Þar fær RSÍ áheyrnarfulltrúa.

Með bráðabirgðaaðild getur félagsfólk Rithöfundasambandsins byrjað að greiða til BHM og tengdra sjóða. Ávinnslutími réttinda í Sjúkrasjóði, Starfsmenntunarsjóði og Starfsþróunarsetri er sex mánuðir fyrir nýtt félagsfólk en réttindi myndast strax við fyrstu greiðslu í Orlofssjóði BHM.

Verið hjartanlega velkomin og við í BHM hlökkum til samstarfsins!