BHM lýsir yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir á finnskum vinnumarkaði

Akava, stéttarfélag sérfræðinga og stjórnenda bætist í hóp þeirra verkalýðsfélaga í Finnlandi sem hafa undanfarna daga mótmælt aðför stjórnvalda að réttindum launafólks.

Mynd með verkfallsfrétt á vef SAK.

BHM lýsir yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir í Finnlandi sem nú standa yfir vegna umfangsmikilla skerðinga á vinnumarkaðslöggjöfinni þar í landi. Þriðjudaginn 6. febrúar mun félagsfólk fjölmargra aðildarfélaga AKAVA, heildarsamtaka sérfræðinga og stjórnenda í Finnlandi, leggja niður störf til að mótmæla aðgerðum og áformum finnskra stjórnvalda um breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Á vef AKAVA kemur fram að heildarsamtökin hafi ítrekað reynt að hefja samningaviðræður við stjórnvöld en án árangurs.

Um umfangsmiklar skerðingar er að ræða á velferðar- og réttindamálum launafólks, þ.m.t. veikindarétti launafólks og reglum um vernd gegn uppsögn. Þá virðist eitt af markmiðum stjórnvalda að draga úr slagkrafti verkalýðshreyfingarinnar með skerðingu á verkfallsrétti launafólks.

Verkföll hófust í Finnlandi 1. febrúar sl. þegar hátt í 300 þúsund aðilar innan Alþýðusambands Finnlands (SAK) lögðu niður störf. Síðar bættist starfsfólk innan heildarsamtakanna STTK, samtaka fagfólks og AKAVA í aðgerðirnar.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt