Setja þurfi aukinn kraft í innviðauppbyggingu

Atvinnulífsfundur Reykjavíkur var haldinn í fyrsta sinn í síðustu viku. Auk þess að setja kraft í innviðauppbyggingu voru fundarmenn sammála um setja þyrfti fram skýra sameiginlega framtíðarsýn, auka stuðning við nýsköpun og efla klasastarf

Þátttakendur í atvinnulífsfundinum í Höfða; fulltrúar verkalýðsfélaga, háskóla, klasa, atvinnulífs og Reykjavíkurborgar

Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM tók þátt í atvinnulífsfundi Reykjavíkur fyrir hönd bandalagsins, en fundurinn var haldinn í fyrsta sinn 22. nóvember sl. Að sögn Kolbrúnar var fólk sammála um að forgangsraða þyrfti í þágu uppbyggingar innviða og voru húsnæðismál og almenningssamgöngur sérstaklega nefnd. Byggt var á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og farið eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,” segir Kolbrún.

Að áliti fundarmanna þarf að setja aukinn kraft í innviðauppbyggingu, setja fram sameiginlega og skýra framtíðarsýn, auka stuðning við nýsköpun og efla klasasamstarf.

Forgangsröðun verkefna að mati fundarmanna

Atvinnulífsfundur er liður í atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar, Nýsköpun alls staðar, sem snýr að því að skapa sameiginlega framtíðarsýn milli borgar og atvinnulífs um áskoranir og markmið.

Virkt samtal var meðal 36 þátttakenda undir fundarstjórn Guðfinnu Bjarnadóttur um þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að til að skapa sannkallaða nýsköpunarborg. Almenn ánægja var með samtalið meðal fundargesta og mikill samhljómur um helstu áskoranir og næstu skref.

Hér má sjá áherslurmál fundarmanna þegar kemur að áherslurþáttum og næstu skrefum

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt