Skip to content

Starfsþróunarsetur háskólamanna styrkir stúlkur til náms

Starfsþróunarsetur háskólamanna hefur hafið mótvægisaðgerðir vegna losunar gróðurhúsalofttegunda sem fylgir flugferðum styrkþega.

Aðgerðirnar fela í sér að kosta og tryggja stúlkum í Sambíu gagnfræðiskólamenntun. Verkefnið er unnið í samstarfi við sprotafyrirtækið SoGreen.

Starfsþróunarsetur háskólamanna er stolt af því að vera í hópi fjölbreyttra fyrirtækja, sjóða, félaga og stofnana sem mynda brautryðjendahóp og gera verkefni SoGreen í Sambíu að veruleika. Verkefnið í heild felur í sér að kosta, og þar með tryggja, menntun 200 stúlkna í fimm ár.

Menntun stúlkna í berskjölduðum samfélögum skiptir gríðarlegu máli. Hún eflir meðal annars sjálfsákvörðunarrétt þeirra, dregur úr tíðni barnahjónabanda og táningsþungana. Aukið menntunarstig sambískra stúlkna skapar þeim ný tækifæri sem jafnframt hægja á fólksfjölgun og leiða til samdráttar í neysludrifinni losun til frambúðar.

SoGreen starfar með hjálparsamtökunum FAWE í Sambíu.