3. nóvember 2023
Viska er félaga sem verður til við sameiningu þriggja aðildarfélaga BHM
Í vikunni samþykktu aukaaðalfundir Félags íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarðs og Stéttarfélags bókasafns og upplýsingafræðinga að sameina krafta sína undir merkjum nýs stéttarfélags sem ber heitið Viska.
Viska verður stærsta aðildarfélag BHM með um 4.500 félaga og jafnframt eitt stærsta stéttarfélag sérfræðinga á Íslandi. Eftir sameiningu verða aðildarfélög bandalagsins 26 talsins og félagafjöldi þeirra um 18 þúsund.
Fráfarandi formenn stéttarfélaganna þriggja voru að vonum ánægð með niðurstöðu aukaaðalfunda félaganna þriggja en að baki sameiningunni liggur mikil undirbúningsvinna.
