Skip to content

Stöndum með þolendum

Hvernig tökum við á móti þolendum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis og áreitni á vinnustað?

VIRK í samvinnu við stéttarfélögin boða til málstofu sem hluti af áframhaldandi vitundarvakningu um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni á vinnustöðum.

Málstofan er í boði fyrir starfsfólk stéttarfélaga sem og ráðgjafa og sérfræðinga VIRK og verður haldin á Grand hótel þann 10. október kl 10.00-15.15. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Meðal efnis á málstofunni:


▪ Birtingamyndir ofbeldis
▪ Kynferðislegt ofbeldi og áreitni á vinnustöðum: Staðan á Íslandi
▪ Hver er réttur þolenda? Lög og reglur
▪ Hvernig bregðumst við við? Áfallasamtalið,l eiðbeiningar og verklag

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

ATH. skráningargjald er 5.000 kr sem greitt er af vinnustað þátttakanda.