Vel heppnað málþing á Kvennafrídegi

Það var fjölmenni á Grand hótel mánudaginn 24. október á málþingi BHM í tilefni af Kvennafrídegi og tugir fylgdust með í beinu streymi á vefsíðu BHM.

Markmiðið með málþinginu var að fá fjölbreyttan hóp fólks að borðinu til að ræða kjör kvenna á vinnumarkaði á Íslandi.

Upptaka af málþinginu er enn aðgengileg fyrir áhugasöm.

Dagskráin:

Misjafnt fé - ævitekjur gagnkynja hjónaÞóra Kristín Þórsdóttir, sérfræðingur í greiningum hjá BHM

Pallborðsumræður:

Alma Dóra Ríkarðsdóttur, viðskiptafræðingur, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Konur í nýsköpun, sérfræðingur í jafnréttismálum og stofnandi smáforritsins HEIMA

Sæunn Gísladóttir, hagfræðingur, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð HA, þýðandi Ósýnilegra kvenna eftir Caroline Criado Perez

Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum kvenna á Íslandi - niðurstöður úr Áfallasögu kvenna - Edda Björk Þórðardóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og klínískur sálfræðingur á LSH

Vinnumarkaður sem leiðréttir sig ekki sjálfur - um inngildingu og heildræna nálgun - Herdís Sólborg Haraldsdóttir, eigandi IRPA ráðgjöf

Pallborðsumræður:

Sigrún Sigurðardóttir, dósent við HA á Heilbrigðisvísindasviði, hefur rannsakað áfallamiðaða þjónustu og sálræn áföll og ofbeldi

Claudia Ashanie Wilson, mannréttindalögfræðingur, annar höfundur skýrslunnar Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði

Sigríður Jónsdóttir, viðskiptafræðingur með diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði og meðlimur í Tabú, hreyfingu fatlaðra kvenna

Boð á opnun á vefsíðu um sögu rauðsokkana - Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og rauðsokka

Málþingi slitið - Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar BHM

Fundarstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir.

Hér að neðan má sjá myndir frá deginum

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt