Hátíðarhöld og kröfuganga 1. maí

1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Í ár eru 100 ár frá fyrstu kröfugöngunni.

BHM býður félögum aðildarfélaga sinna að sækja skilti og gæða sér á hamborgurum áður en haldið verður í kröfugöngu venju samkvæmt.

Opið hús verður í húsakynnum BHM í Borgartúni 6 fyrir félaga í aðildarfélögum BHM. Þar verður boðið upp á kaffi og hamborgara frá Gastro Truck milli 11.30 og 12.30. Að því loknu verður en gengið fylktu liði á Skólavörðuholt þar sem kröfugangan hefst. Gengið verður niður Skólavörðustíg í fyrsta sinn í ár.

Útifundur verður á Ingólfstorgi venju samkvæmt.

DAGSKRÁ:

13:00
Safnast saman á Skólavörðuholti

13:30
Gangan hefst og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi

Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á lngólfstorg.

14:00
Útifundur hefst

Fundarstjóri Magnús Norðdahl.

Ræðu flytja Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSí.

Hljómsveitin Dimma og Stefanía Svavars spila.

- Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, KÍ og BHM

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt