Yfirstandandi kjaraviðræður
4. júní 2024
Aðildarfélög BHM eiga í kjaraviðræðum við opinbera launagreiðendur. Fundað hefur verið með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um nokkurt skeið. Engin tíðindi eru enn af árangri, enda um flókið verkefni að ræða þar sem ólíkir hópar launafólks eiga í hlut.
BHM kemur ekki að viðræðunum með beinum hætti, heldur fara samninganefndir einstakra aðildarfélaga með samningsumboð þeirra. Á vettvangi kjaranefndar BHM eru haldnir vikulegir samráðsfundir um framgang viðræðnanna.