Yfirstandandi kjaraviðræður

Aðildarfélög BHM eiga í kjaraviðræðum við opinbera launagreiðendur. Fundað hefur verið með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um nokkurt skeið. Engin tíðindi eru enn af árangri, enda um flókið verkefni að ræða þar sem ólíkir hópar launafólks eiga í hlut.

BHM kemur ekki að viðræðunum með beinum hætti, heldur fara samninganefndir einstakra aðildarfélaga með samningsumboð þeirra. Á vettvangi kjaranefndar BHM eru haldnir vikulegir samráðsfundir um framgang viðræðnanna.

Fólk að tala saman

Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að stéttarfélög séu lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör síns félagsfólks. Samninganefnd eða fyrirsvarsmaður kemur fram fyrir hönd samningsaðila við gerð kjarasamnings, hefur umboð til þess að setja fram tillögur að samningi, taka þátt í samningaviðræðum og undirrita kjarasamning fyrir hönd hlutaðeigandi félags eða samtaka.

Því félagsfólki, sem vill fá upplýsingar um stöðu viðræðna, er bent á að snúa sér til síns stéttarfélags.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt