Hagkorn BHM
Steinar Holden, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum, var fenginn árið 2016 til að leggja til fyrirkomulag við gerð kjarasamninga á Íslandi með norræna fyrirmynd að leiðarljósi. Hann lagði áherslu á að samningar byggðu á prósentuhækkunum sem grunnviðmiði fyrir launabreytingar í þeim samningum sem á eftir kæmu. Þannig myndu fyrstu samningar hverrar lotu hafa leiðandi áhrif á samninga sem gerðir væru í kjölfarið. Þetta fyrirkomulag var hugsað til að stuðla að stöðugleika og samræmi. Í reynd hafa kjarasamningar síðustu ára þróast á annan veg, blanda krónutölu- og prósentuhækkana í síðustu kjarasamningum hefur leitt til hlutfallslega meiri hækkunar á lægri launum, sem hefur minnkað launamun milli ólíkra menntunarstiga. Þessi þróun getur dregið úr hvata til menntunar og sérhæfingar þar sem fjárhagslegur ábati verður takmarkaðri en áður.






