Starfsmat

Starfsmat er kerfi sem notað er til að leggja mat á hvaða ábyrgð og skyldur starf felur í sér og hvaða kröfur þarf að gera til starfsmannsins sem því sinnir. Kerfið var hannað til að hægt væri að leggja samræmt mat á ólík störf og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf.

Mörg aðildarfélög BHM hafa samið um að byggja laun félagsfólks sem starfar hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum á bæði miðlægum heildarkjarasamningi og sérstöku starfsmati.

Verkefnastofa starfsmats sér um starfsmat fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Í stuttu máli

Starfsmat er:

  • aðferð til að leggja samræmt mat á ólík störf
  • aðferð til að gera forsendur launaákvarðana sýnilegri
  • aðferð til þess að gera rökin á bak við launaákvarðanir skýrari
  • leið til að ákvarða sömu laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf

Starfsmat er ekki:

  • mat á persónulegri hæfni starfsmanna í starfi
  • mat á árangri starfsmanna í starfi
  • mat á frammistöðu starfsmanna í starfi

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt