Stofnanasamningar

Stofnanasamningur er sérstakur samningur milli stofnunar og stéttarfélags þar sem ákveðnir hlutar kjarasamnings eru aðlagaðir að þörfum stofnunar og starfsmanna hennar.

Í grunninn eru kjarasamningar við ríkið tvískiptir:

  • Miðlægur kjarasamningur sem kveður almennt á um réttindi og skyldur, miðlægar launahækkanir o.s.frv.
  • Stofnanasamningur þar sem ákveðnir hlutar úr kjarasamningi eru aðlagaðir að starfsemi hverrar stofnunar fyrir sig.

Við stofnanasamningsgerð setjast aðilar stéttarfélags og stjórnendur stofnunar niður til að semja um útfærslu á tilteknum þáttum kjarasamnings. Þá er hægt að taka tillit til hlutverks stofnunar og innra skipulags við samningsgerðina. Meðal þess sem samið er um er hvernig störf raðast í launatöflu og hvaða persónubundnu hæfniviðmið geta haft áhrif á röðunina.

Markmiðið er að styrkja starfsemi einstakra stofnana þegar til lengri tíma er litið.

Stofnanasamningi er ekki hægt að segja upp sérstaklega. Viðræður um hann fara fram undir friðarskyldu, því er ekki hægt að beita verkfalli til að þvinga fram breytingar á honum sem slíkum.

Á vefsvæðum aðildarfélaga BHM er að finna stofnanasamninga félagana við einstakar stofnanir.

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og stéttarfélög hafa sameiginlega unnið gagnagrunn með nánari upplýsingum um stofnanasamninga og efni sem nýtist við gerð og framkvæmd þeirra.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt