Kosning trúnaðarmanns

Kosning eða tilnefning trúnaðarmanns skal fara fram á tveggja ára fresti.

  • Trúnaðarmaður er kosinn til tveggja ára í senn en ekki er kveðið á um það í lögum hvernig standa skuli að kosningu og það getur verið misjafnt eftir stéttarfélögum.
  • Yfirleitt sér núverandi trúnaðarmaður um kosningu eftirmanns og ef einn trúnaðaðarmaður er í framboði meta sum stéttarfélög kosningu óþarfa.
  • Stéttarfélögum er heimilt að skipa trúnaðarmenn þar sem ekki er hægt að koma við kosningu.
  • Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við sitt stéttarfélag til að fá nánari upplýsingar um kosningu.

Mikilvægt er að hafa í huga að eftir tvö ár rennur kjörtímabil trúnaðarmanns út. Ef trúnaðarmaður er ekki endurkjörinn missir hann þá vernd og réttindi sem hann annars nýtur samkvæmt lögum.

Fjöldaviðmið við kosningu og tilkynning

Á hverjum vinnustað þar sem a.m.k. 5 félagar í sama stéttarfélagi starfa er þeim heimilt að kjósa einn trúnaðarmann úr sínum hópi. Á vinnustað þar sem 50 félagsmenn eða fleiri starfa má kjósa tvo trúnaðarmenn.

Trúnaðarmaður telst ekki fá réttarstöðu og lögbundna vernd trúnaðarmanns nema kosning hans hafi verið tilkynnt stéttarfélagi og vinnuveitanda skriflega og sannanlega.

Það er því mjög mikilvægt að kjörnir trúnaðarmenn gæti þess að tilkynningaskyldu sé fylgt eftir, með meðfylgjandi eyðublöðum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt