Skip to content

Ótímabundin ráðning

Starfsmenn ríkisins, aðrir en embættismenn, eru ráðnir til starfa ótímabundið með gagnkvæmum uppsagnarfresti sem er þrír mánuðir að loknum reynslutíma, nema um annað sé samið í kjarasamningi, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga um réttindi og skyldur starfmanna ríkisins.

Á almennum vinnumarkaði er einnig gert ráð fyrir því að ótímabundnir ráðningarsamningar séu meginreglan. Svigrúm er hins vegar fyrir tímabundnar ráðningar og hlutastörf innan marka laga og kjarasamninga.