Kjara­samningar

Aðildarfélög BHM halda utan um kjarasamninga fyrir sína félaga. Félögin gera flest kjarasamninga á þrenns konar vettvangi; við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Aðildarfélögin svara almennum fyrirspurnum um kjarasamninga síns félagsfólks.

Hvað er kjarasamningur?

Kjarasamningur er samningur um kaup og kjör fólks. Kjarasamningar eru ótalmargir og forsendurnar fjölbreyttar. Stéttarfélög sjá um að gera samninga fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig launakjör þeirra. Stéttarfélögin gera samninga við atvinnurekendur eða samtök á þeirra vegum, til dæmis Samtök atvinnulífsins eða ríki og sveitarfélög.

Kjarasamningar eru lágmarkssamningar sem þýðir að ekki er hægt að greiða laun eða bjóða kjör undir því sem samið er um. Allir samningar um lakari kjör en það sem fram kemur í kjarasamningi eru ólöglegir. Þannig má ávallt semja um kjör og réttindi umfram það sem er tryggt með kjarasamningum eða lögum en aldrei verri.

Aðildarfélög BHM semja við:

  • Ríki
  • Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Reykjavíkurborg
  • Samtök atvinnulífsins
  • Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Einstök fyrirtæki á almennum vinnumarkaði
  • Sjálfseignarstofnanir

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt