Chat with us, powered by LiveChat

Samningar við aðildarfélög BHM

Aðildarfélög BHM gera flest kjarasamninga á þrenns konar vettvangi, þ.e. vegna félagsmanna sem starfa hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði.Myndin sýnir flokkun kjarasamninga eftir viðsemjendum, þ.e.a.s. hvaða kjarasamningur á við um hvern hluta vinnumarkaðarins. 

  1. Gerðir eru miðlægir kjarasamningar við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.  Stofnanasamningar eru gerðir við ríkið og er því um tvískiptingu samnings að ræða.
  2.  Á almennum vinnumarkaði var fyrst gerður aðalkjarasamningur milli SA og 20 aðildarfélaga BHM árið 2008. Fyrir þann tíma var yfirleitt samið um réttindi og kjör félagsmanna á almennum vinnumarkaði í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum.  Þá hafa nokkur stéttarfélög gert samninga við einstök fyrirtæki á almennum vinnumarkaði, s.s. Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK ohf. og RÚV ohf. 
  3. Kjarasamningar aðildarfélaga BHM við sjálfseignarstofnanir eru tvenns konar.  Annars vegar er um ræða sjálfseignarstofnanir í almannaþágu sem semja á grundvelli kjarasamningslaga þ.e. eru á fjárlögum eða fá greiðslur frá ríkissjóði eða sveitarfélagssjóði.  Hins vegar er um að ræða sjálfseignarstofnanir sem semja á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 en eru ekki fjármagnaðar að mestu leyti af almannafé.

Kjarasamninga og launatöflur má finna á vefsvæðum aðildarfélaga BHM