17 stéttarfélög af 24 aðildarfélögum BHM eiga aðild að setrinu
- Dýralæknafélag Íslands
- Félag geislafræðinga
- Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
- Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
- Félag íslenskra náttúrufræðinga
- Félag leikstjóra á Íslandi
- Félag lífeindafræðinga
- Félag sjúkraþjálfara
- Félagsráðgjafafélag Íslands
- Iðjuþjálfafélag Íslands
- Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
- Ljósmæðrafélag Íslands
- Prestafélag Íslands
- Sálfræðingafélag Íslands
- Stéttarfélag lögfræðinga
- Viska - stéttarfélag
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Félagsmenn aðildarfélaga BHM sem ekki hafa samið um aðild að Starfsþróunarsetrinu geta samið við sinn vinnuveitanda að greiða iðgjöld vegna þeirra og mynda þannig aðild að setrinu. Þá eru greidd iðgjöld á sama grunni og starfsmanna ríkis og sveitarfélaga.
Styrkir til stéttarfélaga
Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna ákveður hverju sinni hversu miklu fjármagni er veitt til aðildarfélaga vegna styrkumsókna þeirra í samræmi við áherslur stjórnar. Nítján stéttarfélög eiga aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna og geta þau sótt um verkefni sem snerta framþróun og starf stéttarfélaganna.
Hvað er styrkt?
- Fagnámskeið
- Ráðstefnur
- Verkefni sem varða þróun í fagi stéttarfélaga eða starfi þeirra
Styrkir vegna ráðstefnuhalds
Innlendar ráðstefnur
Veittir eru styrkir fyrir kostnaði vegna fundarsala, fyrirlesara og sýningakerfis. Greiddur er mismunur á útlögðum kostnaði og innkomnum tekjum skv. uppgjöri.
Alþjóðlegar ráðstefnur
Veittir eru hvatningastyrkir til þeirra félaga sem halda alþjóðlegar ráðstefnur hérlendis að upphæð 1.000.000 kr. ef þátttakendur eru færri en 300, 1.500.000 kr. ef þátttakendur eru á bilinu 300-400. Ef þátttakendur eru fleiri en 400 talsins þá nemur styrkurinn 2.000.000 kr.
Umsóknir
Sótt er um styrk til Starfsþróunarseturs í gegnum Mínar síður setursins - undir Ný umsókn stofnana. Fyrirspurnir vegna umsókna skulu sendar á stettarfelog@starfsthroun.is.
Meðferð umsókna og greiðsla styrkja
Stjórn ákvarðar hvaða fjármagni er veitt í styrki hverju sinni. Alla jafna eru umsóknir teknar fyrir þriðja mánudag hvers mánaðar og þurfa umsóknir að berast eigi síðar en á miðvikudegi í vikunni þar á undan.
Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna áskilur sér rétt, skv. vaxtalögum nr. 25/1987, til að krefjast endurgreiðslu með vöxtum á styrk sem hefur verið varið til annarra verkefna en þeirra sem hann upphaflega var veittur til og ef verkefni hefur ekki verið hrundið í framkvæmd innan 12 mánaða frá úthlutun.