Breytingar á úthlutunarreglum
Stjórn Starfsþróunarseturs BHM hefur tekið ákvörðun um breytingar á úthlutunarreglum stofnanahluta setursins og munu þær taka gildi þann 1. janúar 2026. Með breytingunum fækkar styrkhæfum verkefnum í stofnanahluta Starfsþróunarsetursins en þá falla niður styrkir vegna fræðsluferða starfseininga og styrkir vegna ráðstefnuferða. Fræðsluferðir starfseininga og ráðstefnuferðir sem farnar verða frá og með 1. janúar 2026 verða því ekki styrkhæfar við breytingar þessar.
Stofnanir, aðildarfélög, sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög
Stjórn Starfsþróunarseturs BHM ákveður hverju sinni hversu miklu fjármagni er veitt til stofnana, aðildarfélga og sveitarfélaga vegna styrkumsókna þeirra í samræmi við áherslur stjórnar hverju sinni. Verkefni þurfa að falla að markmiðum í starfsþróunarmálum og taka til starfsmanna sem iðgjöld eru greidd fyrir til Starfsþróunarsetursins.
BHM, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg
Stjórn Starfsþróunarseturs ákveður styrkupphæð hverju sinni í samræmi við áherslur stjórnar.