Chat with us, powered by LiveChat

Styrkir

Styrkir vegna starfsþróunar

Einstaklingar

Upphæð

Hámarksstyrkur til einstaklinga er 600.000 kr. á 24. mánaða tímabili. 

Styrkhæft er nám á háskólastigi, faglegt nám og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun á fagsviði viðkomandi eða heildstætt nám á nýju fagsviði (starfsferilsþróun). Tungumála- og upplýsingatækninám. Önnur námskeið sem miða að því að styrkja einstaklinginn í starfi.

Athugið að rökstyðja þarf staðarval náms/námskeiða sem fer fram erlendis. Námskeið sem hafa það að markmiði að vinna með heilsubrest, s.s. líkamsrækt eða eru hluti af meðferðarúrræðum eru ekki styrkt.

Hvað er styrkt?

 1. Skólagjöld
 2. Námskeiðsgjöld 
 3. Ráðstefnugjöld
 4. Námsgögn - sem tengjast lið A og B
 5. Ferðakostnaður sem hlýst af lið A-C

Ferðastyrkir eru veittir fyrir:

a. Flugkostnaði

b. Gistikostnaði

 • Eingöngu vegna þeirra gistinátta sem falla til meðan á verkefni (t.d. ráðstefnu) stendur.
 • Kostnaður vegna gistingar er að öllu jöfnu ekki styrktur lengur en í 4 vikur

c. Samgöngum til og frá millilandaflugvelli erlendis

d. Fastur styrkur vegna ferðakostnaðar innanlands:

 •  Ef vegalengd frá lögheimili að náms-/ráðstefnustað eða millilandaflugvelli er lengri en 100 km eru greiddar 15.000 kr. Ef sama vegalengd er lengri en 250 km eru greiddar 30.000 kr.
 • Ef vegalengd frá lögheimili að millilandaflugvelli er styttri en 100 km eru greiddar 7.000 kr.

Heimildarákvæði vegna skertrar færni
Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna getur ákveðið að veita viðbótarstyrk vegna kostnaðar sem fellur til vegna skertrar færni.

Styrkir eru ekki veittir vegna:

 • Tómstundanámskeiða

 • Kynnisferða

 • Rannsóknarleyfa

 • Fæðiskostnaðar, ferða innan borga og sveitarfélaga eða launataps 

 • Bílastæðagjalda, bílaleigubíla eða bensínkostnaðar

Verkefni sem falla að starfsþróunaráætlun
Ber að skila staðfestingu yfirmanns í rafrænu viðhengi með umsókn ef verkefni er hluti af starfsþróunaráætlun viðkomandi.

Nánar um aðild einstaklinga

Réttur til úthlutunar styrks hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna

19 af 28 aðildarfélögum BHM hafa samið um aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna. Félagsmenn aðildarfélaga BHM sem ekki hafa samið um aðild að Starfsþróunarsetrinu geta myndað aðild að setrinu ef greidd eru iðgjöld vegna þeirra á sama grunni og starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Hægt er að skoða hvort vinnuveitandi greiðir iðgjöld til setursins á Mínum síðum BHM. 

Einstaklingar sem starfa fyrir stofnun sem fellur undir lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna öðlast rétt til úthlutunar strax við aðild. Annars gildir að réttur hefst þegar iðgjöld hafa verið greidd í samtals 6 mánuði, þar af samfellda 3 mánuði áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar á sér stað.

Lágmarksiðgjöld

 • Mánaðarlegt iðgjald 2100 kr. eða hærra á mánuði veitir rétt á fullum styrk (600.000 kr.)
 • Mánaðarlegt iðgjald á bilinu 1.050 kr. - 2.099 kr. veitir rétt á hálfum styrk (300.000 kr.)
 • Iðgjald undir 1050 kr. veitir ekki rétt til styrks.

Fæðingarorlof
Aðildarrof í fæðingarorlofi skerðir ekki möguleika á styrk enda sé stéttarfélagsgjald greitt á orlofstímabili.

Launalaust leyfi
Félagsmaður í launalausu leyfi á rétt á styrk samkvæmt reglum sjóðsins fyrstu 6 mánuði í leyfinu að öðrum skilyrðum uppfylltum. Félagsmaður þarf að skila inn með umsókn sinni vottorði frá vinnuveitanda sem staðfestir að viðkomandi sé í launalausu leyfi frá sínum vinnustað. 

Styrkir fyrir einstaklinga í veikindum og á endurhæfingarlífeyri
Félagsmenn halda réttindum sínum fyrir það tímabil sem þeir fá greidda sjúkradagpeninga frá Sjúkrasjóði BHM eða Styrktarsjóði BHM.

Þeir sem þiggja endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun halda réttindum í allt að 12 mánuði. Aðildarfélögum er heimilt að framlengja þetta tímabil upp í 3 ár gegn því að greiða 0,7% iðgjald til STH frá upphafi töku endurhæfingarlífeyris félagsmanna sinna.

Atvinnuleysi

Við atvinnumissi halda félagsmenn réttindum í allt að 12 mánuði. Aðildarfélögum er heimilt að framlengja þetta tímabil upp í 3 ár gegn því að greiða 0,7% iðgjald til STH af atvinnuleysisbótum frá upphafi atvinnuleysis félagsmanna sinna.

Lok ráðningarsambands
Styrkhæfi lýkur um leið og iðgjaldagreiðslur hætta að berast til setursins.

Umsókn um styrk

Stofnanir, sjálfseignastofnanir og sveitarfélög

Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna ákveður hverju sinni hversu miklu fjármagni er veitt til stofnana og sveitarfélaga vegna styrkumsókna þeirra í samræmi við áherslur stjórnar hverju sinni. 

Stofnanir sem falla undir lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og greiða til setursins eiga rétt á styrkjum frá Starfsþróunarsetri háskólamanna.

Einnig geta sjálfseignastofnanir sem fjármagnaðar eru af ríkinu, s.s.með daggjöldum, sótt um aðild að setrinu. Enda greiði þær iðgjöld til setursins á sama grunni og ríkisstofnanir. Slíkar stofnanir hafa ekki rétt til stjórnarsetu. Þær sjálfseignastofnanir sem eiga aðild að Starfsþróunarsetri eru Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Reykjalundur.

Styrkir eru veittir vegna verkefna sem falla að markmiðum í starfsþróunarmálum. Eingöngu eru veittir styrkir fyrir starfsmenn sem iðgjöld eru greidd fyrir til setursins.

Styrkhæfni verkefna

 • Verkefni sem snúa að þróun mannauðs og leiða af sér nýsköpun, framþróun og/eða breytt verklag

 • Styrkir eru veittir til stofnana til að setja upp skilgreint verklag í mannauðsmálum t.d. eftirfarandi: starfsmannastefna, mannaflagreining og mannaflaspá, starfsgreining, hæfni og starfslýsing, starfsmannasamtal og mat á frammistöðu, starfsþróun - gerð starfsþróunaráætlana, mannauðsmælikvarðar og teymisvinna.

Ekki er styrkt

 • Verkefni er snúa að reglubundinni starfsemi stofnunar/sveitarfélags eru ekki styrkhæf heldur þurfa verkefnin að leiða af sér framþróun og nýsköpun.

Hvað er styrkt

Styrkir eru veittir vegna eftirtalinna kostnaðarþátta:

 • Kostnaður vegna leiðbeinenda/námskeiðshaldara/ráðgjafa 
 • Salarleiga og tækniaðstoð
 • Námsgögn 
 • Gjöld vegna sérhæfðra ráðstefna og námskeiða fyrir starfsfólk stofnunar 
 • Fræðsluferðir starfseininga 
  • Starfseiningar stofnana (deildir/svið) geta sótt um styrki vegna skipulagðra fræðsluferða sem tengjast fagsviði eða starfi þeirra. Á þetta við um fræðsluferðir innanlands sem utan.
  • Dagskrá vegna fræðsluferðar erlendis þarf að skiptast á a.m.k. tvo daga og þarf hún að spanna að lágmarki 8 klst. í fræðslu, innanlands þarf hún að spanna að lágmarki 6 klst. Stjórnandi viðkomandi starfseiningar skal tilgreina markmið ferðarinnar og hvernig hún nýtist til frekari þróunar stafseiningarinnar. Ítarleg lýsing ferðar þarf að fylgja með þar sem tímasetningar eru tilgreindar ásamt þátttakendalista.

Umsókn um styrk

Stéttarfélög

Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna ákveður hverju sinni hversu miklu fjármagni er veitt til aðildarfélaga vegna styrkumsókna þeirra í samræmi við áherslur stjórnar. Nítján stéttarfélög eiga aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna og geta þau sótt um verkefni sem snerta framþróun og starf stéttarfélaganna.

Hvað er styrkt?

 • Fagnámskeið
 • Ráðstefnur
 • Verkefni sem varða þróun í fagi stéttarfélaga eða starfi þeirra

Umsókn um styrk

BHM, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg

Stjórn Starfsþróunarseturs ákveður styrkupphæð hverju sinni í samræmi við áherslur stjórnar. 

Hvað er styrkt?

 • Námskeið 
 • Ráðstefnur
 • Sérstök átaksverkefni til eflingar mannauðs ríkisstofnana 

Umsókn um styrk


Úthlutunarreglur Starfsþróunarseturs háskólamanna