Chat with us, powered by LiveChat

Um Starfsþróunarsetur háskólamanna

Styrkir til einstaklinga og stofnana vegna starfsþróunar

Tilgangur Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að framgangi háskólamenntaðra félagsmanna aðildarfélaga BHM sem aðild eiga að setrinu og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun. Setrinu er ætlað að hvetja stofnanir til að styðja starfsmenn til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, bæta við og/eða endurnýja menntun sína og veita þeim tækifæri til að þróa faglega hæfni og viðhalda þannig verðgildi sínu á vinnumarkaði. 

19 af 28 aðildarfélögum BHM hafa samið um aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna. Félagsmenn aðildarfélaga BHM sem ekki hafa samið um aðild að Starfsþróunarsetrinu geta myndað aðild að setrinu ef greidd eru iðgjöld vegna þeirra á sama grunni og starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Hægt er að sjá hvort vinnuveitandi greiðir iðgjöld til setursins á Mínum síðum BHM.

Starfsþróunarsetur háskólamanna er til húsa að Borgartúni 6, 3. hæð, í húsnæði BHM. 

Framkvæmdarstjóri Starfsþróunarseturs háskólamanna er Kristín Jónsdóttir Njarðvík - kristin@starfsthroun.is

Reglur, samþykktir og eyðublöð

Stjórn Starfsþróunarseturs 

 Nafn
 
Jökull Heiðdal ÚlfssonFrá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu 
Laufey E GissurardóttirFrá BHM Formaður
Einar M. Þórðarson Frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu  Varaformaður
Ásta BjarnadóttirFrá Reykjavíkurborg 
Kristmundur Þór Ólafsson
Frá BHM
Þóra Leósdóttir
Frá BHM
Tryggvi Ingason Frá BHM  Varamaður
Hjalti Einarsson
Frá BHM  Varamaður
 Margrét Sigurðardóttir Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga  Varamaður