Hvað er stofnanasamningur?

Sérstakur samningur milli ríkisstofnunar og stéttarfélags um launasetningu

Í stofnanasamningi er kveðið á um launasetningu einstakra starfa, álögur vegna persónubundinna þátta s.s. eins og menntunar, árangurs í starfi, starfsreynslu og símenntunar. 

Stofnanasamningur er hluti miðlægs kjarasamnings ríkis og aðildarfélaga BHM og ekki er hægt að segja honum upp sérstaklega. Viðræður um hann fara fram undir friðarskyldu, þ.e. ekki hægt að beita verkfalli til að þvinga fram breytingar á honum sem slíkum. Heimilt er að taka upp stofnanasamningsákvæði annars vegar þegar verður breyting á miðlægum kjarasamningi og hins vegar ef breyting verður á umfangi, hlutverki eða starfsemi stofnunar.

Tilgangur stofnanasamnings

  • Útfæra röðun starfa í launaflokka innan stofnunar.
  • Horfa á þarfir hverrar stofnunar fyrir sig með tilliti til sérstöðu starfa og verkefna innan hennar.

Hægt er að finna stofnanasamninga einstakra stofnana og aðildarfélaga BHM á vefsvæðum félagana