Stytting vinnuvikunnar

Rannsóknir benda til þess að styttri vinnuvika geti leitt til aukinna afkasta í starfi, meiri hamingju og betri heilsu vinnandi fólks. Þinn tími er dýrmætur.

Í kjarasamningum sem aðildarfélög BHM skrifuðu undir veturinn 2019-2020 var samið um ákvæði um breytingu á vikulegum vinnutíma, sem þá hafði verið óbreyttur í 40 stundum frá árinu 1971. Stytting vinnuvikunnar er í fylgiskjölum kjarasamninga.

Meðal helstu markmiða styttingarinnar eru bætt vinnustaðamenning og betri nýting á vinnutíma. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni. Þannig getur stytting vinnuvikunnar stuðlað að auknu jafnrétti á vinnumarkaði og á heimilum fólks.

Útfærsla á styttingu vinnuvikunnar er mismunandi eftir mörkuðum og því hvort fólk starfar í dagvinnu eða vaktavinnu.

Samkomulög um útfærslu vinnutíma vegna aðildarfélaga BHM eru aðgengileg á betrivinnutími.is

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt