Fyrirlestur/Námskeið

AKUREYRI: Þjónandi forysta - hugmyndafræði og hagnýting

2.desember 2014

  • Staðsetning: AKUREYRI - Lionssalnum að Skipagötu 14, sama húsi og veitingarstaðurinn Strikið
  • Tími: kl. 09:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 29.ágúst - 1.desember 2014

Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði og hagnýtingu þjónandi forystu.

Í fyrsta þætti verður farið yfir grunnatriði þjónandi forystu, hvað felst í því að vera þjónandi leiðtogi ásamt því að fjallað verður um upphafsmann þjónandi forystu, Robert K. Greenleaf. Þá verða raunverulegar fyrirmyndir þjónandi leiðtoga ræddar og valdar kenningar um þjónandi forystu kynntar.

Í öðrum þætti verður vikið að hinni þjónandi stofnun, hvernig stofnun getur verið þjónandi og að hvaða leyti er hægt að mæla það. Fjallað verður um rannsóknir á þjónandi forystu í íslenskum stofnunum.

Í þriðja og síðasta þætti verður farið nánar í einstaka þætti þjónandi forystu; framtíðarsýn og hugsjón, samfélagslegri ábyrgð og ábyrgðarskyldu, sjálfsvitund og sjálfsþekkingu, sköpun og auðmýkt.

Leiðbeinandi: Guðjón Ingi Guðjónsson, Þekkingarsetur um þjónandi forystu