Viðburður / Námskeið

Kynferðisleg áreitni á vinnustað

22.nóvember 2016

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 10:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 17.ágúst - 21.nóvember 2016
Í upphafi námskeiðsins verður fjallað um helstu lög og reglur sem gilda um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Síðan verður fjallað um helstu birtingarmyndir slíkrar áreitni, ytri áhrifaþætti svo sem vinnuaðstæður, stjórnunarhætti og viðhorf í starfshópnum sem geta haft áhrif á hvort upp kemur kynferðisleg áreitni og hvernig við henni er brugðist. Greint verður frá hvaða áhrif kynferðisleg áreitni getur haft á þolandann. Loks verður fjallað um forvarnir og fagleg viðbrögð við kvörtunum um kynferðislega áreitni. 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, og Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræðistofu ehf.