Viðburður / Námskeið

Réttur starfsmanns til uppfinningar sem hann kemur fram með í starfi. Meginreglur laga nr. 72/2004

29.nóvember 2016

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 10:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 17.ágúst - 28.nóvember 2016
Farið verður yfir meginreglur laga nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna. Áhersla verður lögð á réttindi starfsmanna á opinberum og almennum vinnumarkaði samkvæmt lögunum, m.a. rétt þeirra til uppfinninga og endurgjalds fyrir þær. Þá verður sérstaklega fjallað um framkvæmd laganna hjá Háskóla Íslands og Landspítala og aðstöðumun fyrirtækja og opinberra aðila.  

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, og Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, lögfræðingur Hugverkanefndar Háskóla Íslands og Landspítala.