Viðburður / Námskeið

Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi

9.nóvember - 16.nóvember 2016

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 09:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 19.ágúst - 9.nóvember 2016
Góð líðan leiðir til betri heilsu, meiri sköpunar, betri tengsla, langlífis og bættrar frammistöðu. Á námskeiðinu verða kynntar rannsóknir jákvæðrar sálfræði á því sem einkennir einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífi sínu. Fjallað verður um tíu leiðarvísa fyrir þá sem vill lifa heilshugar. Rætt verður um þakklæti, seiglu, von og velvild í eigin garð. Einnig um hvíld, leik og sköpun. Námskeiðið er ætlað þeim vilja vera jákvæðir og glaðir í lífi sínu og starfi og vilja fá hugmyndir um hvað þeir geta sjálfir gert til að auka hamingju sína og vellíðan. 

Námskeiðið er í tveimur hlutum og verður seinni hluti þess haldinn miðvikudaginn 16. nóvember, 9:00 til 12:00. 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi hjá Zenter ehf.