Viðburður / Námskeið

AKUREYRI - Davíð og Golíat! Vinnsla persónuupplýsinga á vinnustöðum

1.nóvember 2016

  • Staðsetning: AKUREYRI - Lionssalnum að Skipagötu 14, sama húsi og veitingarstaðurinn Strikið
  • Tími: kl. 13:00 - 14:30
  • Skráningartímabil: 26.ágúst - 31.október 2016
Í upplýsingatæknisamfélagi nútímans verður sífellt auðveldara að safna og vinna með persónuupplýsingar starfsmanna á vinnustöðum. Þá hafa vaknað upp ýmis álitaefni um samband vinnuveitanda og starfsmanns með tilkomu samskiptamiðla á borð við facebook, twitter o.fl. Í erindinu verður leitast við að gefa praktíska yfirsýn yfir þau atriði sem helst ber að huga að við vinnslu persónuupplýsinga á vinnustöðum, þ. á m. hvað má og hvað ber að varast, fræðsluskyldu vinnuveitanda, upplýsingarétt starfsmanns og fyrirhugaðar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni, m.a. varðandi aukinn rétt hins skráða. 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur hjá Persónuvernd.