Fyrirlestur/Námskeið

Ómeðvituð hlutdrægni á vinnustöðum

Fyrirlesari: Sóley Tómasdóttir

4.nóvember 2021

  • Staðsetning: Teams viðburður
  • Tími: kl. 13:00 - 14:00
  • Skráningartímabil: 21.október - 4.nóvember 2021

Ómeðvituð hlutdrægni og áhrif hennar á dagleg samskipti á vinnustöðum er fyrir öll sem hafa áhuga á samskiptum á vinnustöðum og bættri samskipta- og fyrirtækjamenningu. 

Til að fá sem mest út úr fyrirlestrinum eru þátttakendur hvattir til að taka próf um ómeðvitaða hlutdrægni á þessari slóð: https://implicit.harvard.edu/implicit/takeatest.html. Sérstaklega er mælt með Gender-Science og Gender-Career, en önnur próf, s.s. weight, race og disability eru einnig mjög áhugaverð.

Fyrirlesturinn er haldinn af Sóleyju Tómasdóttur, kynja- og fjölbreytileikasérfræðingi hjá Just Consulting , en hún byggir fyrirlestra sína á langri og fjölbreyttri reynslu af jafnréttisstarfi í bland við rannsóknir á þessu sviði.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Teams og er skráning nauðsynleg til að taka þátt. Skráning hefst fimmtudaginn 21. október kl. 12:00, þá birtist skráningarform hér fyrir neða. 

Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.