Chat with us, powered by LiveChat

Fyrirlestur/Námskeið

Jákvæð karlmennska og jafnrétti

Fyrirlesari Þorsteinn V. Einarsson

31.janúar 2022

  • Staðsetning: Teams viðburður
  • Tími: kl. 12:00 - 13:00
  • Skráningartímabil: 7.janúar - 31.janúar 2022

Þorsteinn er kennari og kynjafræðingur. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir fyrirlestra sína, pistla, greinaskrif og fræðslumiðlun á samfélagsmiðlum auk þáttagerðar um karlmennsku og jafnréttismál. Hann heldur úti hinu vinsælu hlaðvarpi Karlmennskan, þar sem hann ræðir karlmennsku, jafnrétti, ofbeldi, femínisma og ýmsar hliðar þessara mála við fólk úr ólíkum geirum. 

Kjarninn í fyrirlestrinum er hvernig og hvers vegna jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og hvernig skaðleg karlmennska bitnar á strákum og körlum. Áherslan er á hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.