Chat with us, powered by LiveChat

Fyrirlestur/Námskeið

Seigla/streita - vinur í raun?

Fyrirlestur með Kristínu Sigurðardóttur slysa- og bráðalækni

16.febrúar 2022

  • Staðsetning: Teams viðburður
  • Tími: kl. 13:00 - 14:00
  • Skráningartímabil: 13.janúar - 16.febrúar 2022

Í fyrirlestrinum er farið yfir hvað streita er, hvernig hún gagnast okkur og hvenær hún hættir að vera gagnleg. Undið er ofan af ranghugmyndum um streitu og hvaða áhrif hún hefur á seiglu okkar. 

Við færum okkur inn á 21. öldina með nýrir þekkingu, nýrri sýn og skilningi. Aukinn skilningur eykur streituþol.

Kristín Sigurðardóttir er slysa-og bráðalæknir, með heildræna sýn á heilsu og hefur alla tíð sem læknir sinnt heilsueflingu og forvörnum. Kristín er aðjúnkt við Læknadeild HÍ, kennir Samskiptafræði við Læknadeild, Opna háskóla HR og er formaður Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands.

Hún rekur fyrirtækið Á heildina litið sem stendur reglulega fyrir vinsælum námskeiðum og málþingum, þar sem fókuserað er á líðan og heilsu, hvernig hægt er að nýta streituna til góðs í síbreytilegu umhverfi og efla seiglu. Sem eru lykilatriði til að dafna í lífi og starfi.

Seiglu- og streituráðin hennar, sem hún kallar H-in til heilla, eru henni sérstaklega hugleikin. Einkunnarorð Kristínar eru ,,að lifa lífinu lifandi." Hún nýtur þess að vera úti í náttúrunni og hefur verið fararstjóri í heilsu-og menningartengdum ferðum á vegum Mundo.

Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.