Chat with us, powered by LiveChat

Fyrirlestur/Námskeið

Að selja vinnu sína og hæfni

Kennari: Herdís Pála Pálsdóttir

7.apríl 2022

  • Staðsetning: Teams viðburður
  • Tími: kl. 13:00 - 15:00
  • Skráningartímabil: 13.janúar - 7.apríl 2022

Vinnumarkaðurinn er að breytast, sífellt fleiri vinna sjálfstætt að öllu leyti eða hluta og fjöldann allan dreymir um að breyta til og vinna meira sjálfstætt. 

Herdís Pála Pálsdóttir er annar tveggja höfunda bókarinnar Völundarhús tækifæranna sem kom út fyrir jólin 2021. Í bókinni er fjallað um þær miklu tæknilegu breytingar sem hafa orðið á vinnumarkaði, þau tækifæri sem skapast og hvernig eðli starfa og vinnustaða er að breytast.

Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir hvernig vinnumarkaðurinn er að breytast, hvernig fólk getur borið sig að með að selja sína vinnu, ákveða verð og greina hver sín hæfni er auk þess sem farið verður yfir hvernig hægt er að koma sér á framfæri á sem skilvirkastan hátt. 

Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.