BHM tekur virkan þátt í samráði stjórnvalda og hefur áhrif á mótun áforma um lagabreytingar og aðrar stefnumarkandi ákvarðanir sem varða vinnumarkaðinn og önnur hagsmunamál félagsfólks. Markmiðið er að tryggja að sjónarmið háskólamenntaðs launafólks komi skýrt fram á frumstigi stefnumótunar og lagasetningar.