Skip to content

Þjónusta BHM

Öll með háskólamenntun eða sambærilega sérfræðikunnáttu eru hjartanlega velkomin í aðildarfélög BHM. Það skiptir miklu máli að vera í góðu stéttar- eða fagfélagi sem gætir þinna hagsmuna.

Dæmigerðum erindum varðandi kjaramál og réttindi er yfirleitt sinnt af viðeigandi aðildarfélagi en ef þú ert í vafa getur þjónustuver BHM leiðbeint varðandi næstu skref. Þjónustuverið veitir líka upplýsingar um sjóði, orlofshús, þjónustu VIRK og fleira. Við svörum fyrirspurnum og aðstoðum félaga okkar eftir bestu getu hverju sinni.

Opnunartími þjónustuvers og skrifstofu

Hjá okkur er opið mánudaga til fimmtudaga frá 9:00 til 15:00.

Föstudaga frá 9:00 til 13:00.