Hinsegin 101
Fyrirlesari er Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78
1. febrúar 2023
Kl. 13:00 - 14:00
Borgartúni 6 og á Teams
Fyrirlesari er Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78
BHM býður félagsfólki aðildarfélaga sinna upp á hinsegin fræðslu frá Samtökunum 78. Meðal þess sem farið er yfir er:
Í fyrirlestrinum verður fjallað um kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Farið er yfir helstu grunnhugtök og orðanotkun tengda hinseginleikanum og fjallað um starf Samtakanna ’78.
Tótla I. Sæmundsdóttir er fræðslustýra Samtakanna ´78. Síðastliðin þrjú ár hefur hún sinnt fræðslu og kennslu um hinseginleikann í skólum, stofnunum og fyrirtækjum um allt land.
Markmið fræðslunnar er að stuðla að skilningi, draga úr fordómum og efla jákvæð samskipti á vinnustöðum.