Mitt breytingaskeið
Fyrirlesarar: Harpa Lind Hilmarsdóttir og Sonja Bergmann, hjúkrunarfræðingar frá GynaMEDICA
Fyrirlesarar: Harpa Lind Hilmarsdóttir og Sonja Bergmann, hjúkrunarfræðingar frá GynaMEDICA
Um helmingur alls fólks gengur í gegnum breytingaskeiðið, langflestar konur en einnig transmenn og kvár.
Einkenni geta verið mjög breytileg á milli einstaklinga, sumir fá mörg einkenni en aðrir finna lítið fyrir breytingunum á líkamsstarfseminni og geði.
Harpa Lind Hilmarsdóttir og Sonja Bergmann eru hjúkrunarfræðingar hjá GynaMEDICA og munu ræða helstu atriði sem þarf að huga að við upphaf breytingaskeiðsins. Þær munu einnig ræða þau einkenni kulnunar sem gætu verið einkenni breytingaskeiðsins og öfugt.
Félagsfólk er velkomið í sal BHM í Borgartúni 6, 4. hæð. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á Teams og verður hann tekinn upp og gerður aðgengilegur á Mínum síðum BHM í viku í kjölfarið.