Hvernig sköpum við sterka liðsheild?
Fyrirlestur frá Jóni Halldórssyni, annars eiganda Kvan
þriðjudagur, 4. apríl 2023
Kl. 13:00 - 15:00
Borgartúni 6, 4. hæð og á Teams
Fyrirlestur frá Jóni Halldórssyni, annars eiganda Kvan
Öll höfum við tekið þátt í hópum sem drifnir eru áfram af ákveðinni menningu sem skapast hefur innan þessa ákveðna hóps. Hvað er það sem skapar ákveðna menningu innan hóps? Hvernig getum við fundið út hverjir eru leiðtogar í hópnum? Eru leiðtogarnir jákvæðir eða neikvæðir? Hvernig getum við sett markmið hópsins fram á þann hátt að allir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að ná árangri?
Við skoðum nokkur raundæmi um hópa sem hafa náð miklum árangri og veltum fyrir okkur hverjir lykilþættirnir eru í þessu hópum.
Þetta er kraftmikill og skemmtilegur fyrirlestur.
Félagsfólk er velkomið í sal BHM í Borgartúni 6, 4. hæð. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á Teams.