Námskeið hjá Endurmenntun HÍ

Starfsþróunarsetur BHM og Endurmenntun HÍ hafa gert samning þar sem félagsfólki aðildarfélaga BHM sem hafa virka aðild að Starfsþróunarsetri BHM býðst að sækja eftirfarandi námskeið hjá Endurmenntun HÍ þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin sem um er að ræða eru sérstaklega valin þannig að sem flest geti nýtt sér þau til að efla sig í starfi. Þátttaka á þessum námskeiðum kemur ekki til frádráttar á styrkupphæð einstaklinga.

Til þess að nálgast afsláttakóða sem veitir námskeiðin að kostnaðarlausu þarf að skrá sig inn á „Mínar síður BHM“ og birtist hann félagsfólki Starfsþróunarseturs BHM undir Viðburðir og námskeið → Námskeið hjá Endurmenntun HÍ → Afsláttarkóði.

Afsláttarkóðinn gildir aðeins á þau námskeið sem birt eru hér fyrir neðan. Öðrum en félagsfólki Starfsþróunarseturs BHM er með öllu óheimilt að nota afsláttarkóðann. Ef að afsláttarkóðinn er notaður af einstaklingi sem hefur ekki virka aðild að Starfsþróunarsetri BHM verður námskeiðsgjald innheimt með greiðsluseðli á viðkomandi einstakling.

Upplýsingar um aðild einstaklinga að Starfsþróunarsetri má nálgast hér. Einnig er hægt að kanna með innskráningu á „Mínar síður BHM“ undir „Iðgjöld“ hvort vinnuveitandi sé að greiða iðgjöld til Starfsþróunarseturs.

Skráning á námskeiðin sem í boði eru fara fram á síðu Endurmenntun HÍ hér. Athugið að viðkomandi þarf að vera búin að nálgast afsláttarkóða inn á „Mínum síðum BHM“ til þess að færa inn á skráningarsíðu Endurmenntun HÍ.

18. ágúst 2025 - 31. desember 2025

Námskeið í boði fyrir haust 2025

Að huga að öðrum án þess að tapa sjálfum sér
- Staðnámskeið 23., 25. & 30. september (8:30 - 12:30)

Af krafti inn í starfslokin
- Staðnámskeið 29. september, 1., 6., 8., 13. & 15. október (16:15 - 19:15)

Excel - Pivot
- Fjarnámskeið 13. & 15. október (12:30 - 16:00)
- Staðnámskeið 26. & 27. nóvember (8:30 - 12:30)

Fagleg hegðun og samskipti á vinnustað
- Staðnámskeið 15. september (9:00 - 12:00)
- Staðnámskeið 19. september (9:00 - 12:00)

Greindu rót vandans með gervigreind
- Staðnámskeið 22. & 24. september (12:30 - 16:00)

Hagnýtar gervigreindarlausnir
- Staðnámskeið 3. & 4. september (13:00 - 16:30)
- Staðnámskeið 8. & 9. september (8:30 - 12:00)
- Staðnámskeið 11. & 12. september (13:00 - 16:30)
- Staðnámskeið 25. & 26. september (8:30 - 12:00)
- Staðnámskeið 2. & 3. október (8:30 - 12:00)
- Staðnámskeið 9. & 10. október (8:30 - 12:00)

Hagnýtar gervigreindarlausnir - framhaldsnámskeið
- Staðnámskeið 24. september (8:30 - 12:00)
- Staðnámskeið 6. október (8:30 - 12:00)

Hámörkum árangur með gervigreind - greining og ákvarðanir
- Staðnámskeið 1. & 2. október (12:30 - 16:30)
- Staðnámskeið 20. & 22. október (12:30 - 16:30)
- Staðnámskeið 28. & 29. október (12:30 - 16:30)

Mannauðsstjórnun fyrir nýja stjórnendur
- Staðnámskeið 9. september (12:30 - 16:30) & 10. september (9:00 - 13:00)
- Staðnámskeið 3. nóvember (12:30 - 16:30) & 4. nóvember (9:00 - 13:00)

Microsoft Power BI
- Staðnámskeið 3. & 6. nóvember (12:30 - 16:30)
- Staðnámskeið 2. & 4. desember (12:30 - 16:30)

Verkefnastjórnun - fyrstu skrefin
- Staðnámskeið 25. september (8:30 - 12:30)
- Staðnámskeið 3. október (8:30 - 12:30)
- Fjarnámskeið 23. október (12:30 - 16:30)
- Fjarnámskeið 14. nóvember (8:30 - 12:30)
- Staðnámskeið 28. nóvember (8:30 - 12:30)

Leiðbeiningar um innskráningu á vef EHÍ

SKRÁNING

Nýr notandi þarf setja inn netfang, smella á Halda áfram og búa sér svo til lykilorð.
Notandi sem þegar er til í kerfinu smellir á Fara í innskráningu.

Athugið að við skráningu þarf þátttakandi að setja sína eigin kennitölu í reitinn Kennitala greiðanda.  Upplýsingar um afsláttarkóða, sem nota skal við skráningu, sækir þú inn á "Mínar síður" á vef BHM. Afsláttarkóðinn veitir 100% afslátt af námskeiðsgjaldi og er settur inn í síðasta skrefi skráningarferlisins (Greiðsla og staðfesting).
Setja á afsláttarkóðann í reitinn Afsláttarkóði.
Staðfesting á skráningu berst með tölvupósti til þátttakenda.

AFSKRÁNING

Afskráning skal berast til Endurmenntunar í tölvupósti.

BREYTING Á NÁMSKEIÐI
Endurmenntun HÍ áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum ef óviðráðanlegar aðstæður koma upp.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt