Námskeið hjá Endurmenntun HÍ
Starfsþróunarsetur BHM og Endurmenntun HÍ hafa endurnýjað samning sinn þar sem félagsfólki Starfsþróunarseturs sem hafa virka aðild að Starfsþróunarsetri BHM býðst að sækja valin námskeið hjá Endurmenntun HÍ.
Samningurinn verður nú með breyttu sniði en nú gefst hverjum einstaklingi færi á að sækja eitt námskeið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin sem um er að ræða eru sérstaklega valin þannig að sem flest geti nýtt sér þau til að efla sig í starfi.
Til þess að nálgast afsláttakóða þarf að skrá sig inn á „Mínar síður BHM“ og birtist hann félagsfólki Starfsþróunarseturs BHM undir Viðburðir og námskeið → Námskeið hjá Endurmenntun HÍ → Afsláttarkóði.
Afsláttarkóðinn gildir aðeins á þau námskeið sem eru í hlekk (Námskeið í boði fyrir Vor 2026) hér fyrir neðan. Ef afsláttarkóðinn er notaður á fleiri en eitt námskeið er veittur sjálfkrafa styrkur fyrir þeim námskeiðum sem kemur til frádráttar á einstaklingsstyrk viðkomandi hjá Starfsþróunarsetrinu.
Öðrum en félagsfólki Starfsþróunarseturs BHM er með öllu óheimilt að nota afsláttarkóðann. Ef að afsláttarkóðinn er notaður af einstaklingi sem hefur ekki virka aðild að Starfsþróunarsetri BHM verður námskeiðsgjald innheimt með greiðsluseðli á viðkomandi einstakling.
Upplýsingar um aðild einstaklinga að Starfsþróunarsetri má nálgast hér. Einnig er hægt að kanna með innskráningu á „Mínar síður BHM“ undir „Iðgjöld“ hvort vinnuveitandi sé að greiða iðgjöld til Starfsþróunarseturs.
Skráning á námskeiðin sem í boði eru fara fram á síðu Endurmenntun HÍ hér. Athugið að viðkomandi þarf að vera búin að nálgast afsláttarkóða inn á „Mínum síðum BHM“ til þess að færa inn á skráningarsíðu Endurmenntun HÍ.



