Aðild einstaklinga

Félagsmenn í þeim 19 af 27 aðildarfélögum BHM sem samið hafa um aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna öðlast rétt til úthlutunar styrks þegar greidd eru iðgjöld til setursins.

Félagsmenn aðildarfélaga BHM sem ekki hafa samið um aðild að Starfsþróunarsetrinu geta samið við sinn vinnuveitanda að greiða iðgjöld vegna þeirra og mynda þannig aðild að setrinu. Þá eru greidd iðgjöld á sama grunni og starfsmanna ríkis og sveitarfélaga.

Hægt er að skoða hvort vinnuveitandi greiðir iðgjöld til setursins á Mínum síðum BHM

Nánar um aðild einstaklinga

Einstaklingar sem starfa fyrir stofnun sem fellur undir lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna öðlast rétt til úthlutunar strax við aðild. Annars gildir að réttur hefst þegar iðgjöld (0,7% af heildarlaunum) hafa verið greidd í samtals 6 mánuði, þar af samfellda 3 mánuði áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar á sér stað.

Lágmarksiðgjöld

Iðgjöld til setursins eru 0,7% af heildarlaunum.

  • Sé mánaðarlegt iðgjald sem samsvarar 0,7% af heildarlaunum einstaklings 2.100 kr. eða hærra veitir það rétt á fullum styrk 600.000 kr. að hámarki á 24 mánaða fljótandi tímabili.
  • Sé mánaðarlegt iðgjald sem samsvarar 0,7% af heildarlaunum einstaklings á bilinu 1.050 kr. - 2.099 kr. veitir það rétt á hálfum styrk 300.000 kr. að hámarki á 24 mánaða tímabili.
  • Iðgjald undir 1.050 kr. veitir ekki rétt til styrks.

Ef vafi leikur á því hvort félagsfólk eigi rétt á fullum eða hálfum styrk þá er reiknað út meðaltal inngreiðslna iðgjalda síðustu þriggja mánaða, talið frá þeim degi sem umsókn berst til sjóðsins.

Fæðingarorlof

Aðildarrof í fæðingarorlofi skerðir ekki möguleika á styrk enda sé stéttarfélagsgjald greitt á orlofstímabili.

Launalaust leyfi

Félagsmaður í launalausu leyfi á rétt á styrk samkvæmt reglum sjóðsins fyrstu 6 mánuði í leyfinu að öðrum skilyrðum uppfylltum. Félagsmaður þarf að skila inn með umsókn sinni vottorði frá vinnuveitanda sem staðfestir að viðkomandi sé í launalausu leyfi frá sínum vinnustað.

Styrkir fyrir einstaklinga í veikindum og á endurhæfingarlífeyri

Félagsmenn halda réttindum sínum fyrir það tímabil sem þeir fá greidda sjúkradagpeninga frá Sjúkrasjóði BHM eða Styrktarsjóði BHM.

Þeir sem þiggja endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun halda réttindum í allt að 12 mánuði. Aðildarfélögum er heimilt að framlengja þetta tímabil upp í 3 ár gegn því að greiða 0,7% iðgjald til STH frá upphafi töku endurhæfingarlífeyris félagsmanna sinna.

Atvinnuleysi

Við atvinnumissi halda félagsmenn réttindum í allt að 12 mánuði. Aðildarfélögum er heimilt að framlengja þetta tímabil upp í 3 ár gegn því að greiða 0,7% iðgjald til STH af atvinnuleysisbótum frá upphafi atvinnuleysis félagsmanna sinna.

Lok ráðningarsambands

Styrkhæfi lýkur um leið og iðgjaldagreiðslur hætta að berast til setursins.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt