Réttlát umskipti

BHM tók þátt í gerð skýrslu um réttlát umskipti í samstarfi samtaka launafólks á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, Skýrslan kom út árið 2021.

Útgáfan er hluti af samstarfsverkefninu Leiðin að kolefnislausu samfélagi.

Réttlát umskipti í átt að kolefnishlutalausri framtíð er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efna- hagsmál samtímans. Markmiðið með verkefninu er að móta áætlun og kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar er varða umskiptaferlið í kolefnislaust samfélag.

Samtök launafólks sem taka þátt í verkefninu eru einhuga um nauðsyn þess að draga úr samfélagskostnaðinum sem verður til í þessu umskiptaferli. Samræma þarf aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum með það að markmiði að tryggja mannsæmandi störf og lífskjör.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt