Breyting á reglum um sjúkradagpeninga hjá Styrktarsjóði BHM

Sjúkradagpeningar verða greiddir í allt að fjóra mánuði í stað sex

Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins sem fela í sér að frá og með 15. nóvember 2022 verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í fjóra mánuði í stað sex mánaða. Sjóðfélagar sem sækja um sjúkradagpeninga fram að hádegi þann 15. nóvember 2022 eiga rétt í samræmi við reglur eins og þær voru fyrir þann tíma. Breytingin tekur því mið af umsóknardegi.

Til að rétta af viðvarandi rekstrarhalla sjóðsins, sem fyrst og fremst er tilkominn vegna fjölgunar umsókna um sjúkradagpeninga, ákvað stjórn sjóðsins að bregðast við með þessum hætti.

Styrktarsjóður BHM er fyrir félagsfólk á opinberum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt