Skip to content

Styrktarsjóður

Styrktarsjóður BHM er fyrir félagsfólk á opinberum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Margvíslegir styrkir eru veittir.

Aðstoð og ráðgjöf

Við aðstoðum og veitum upplýsingar um Styrktarsjóðinn í gegnum vefspjall, tölvupóst, í síma 595-5100 eða á skrifstofu okkar í Borgartúni 6.

Þjónustuverið er opið mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga milli kl. 09:00 - 13:00.

Líkamsrækt

Félagar fá allt að 20.000 króna styrk vegna líkamsræktar og íþróttaiðkunar.

Krabbameinsleit

Félagar fá styrki vegna krabbameinsleitar og skoðunar.

Meðferð á líkama og sál

Félagar fá allt að 43.000 króna styrk vegna meðferðar hjá löggiltu heilbrigðisstarfsfólki.

Gleraugu og augnaðgerðir

Félagar fá allt að 30.000 krónua styrk til að kaupa gleraugu.

Heyrnartæki

Félagar fá allt að 100.000 króna styrk til kaupa á heyrnartækjum.

Tannviðgerðir

Félagar fá allt að 200.000 króna styrk vegna tannviðgerða.

Áhættumat vegna hjartasjúkdóma

Félagar fá allt að 10.000 króna styrk vegna áhættumats hjartasjúkdóma.

Fæðingarstyrkur

Félagar fá 200.000 króna fæðingarstyrk vegna fæðingar hvers barns.

Tækni- eða glasafrjóvgun

Félagar fá allt að 120.000 krónur í styrk vegna tækni- eða glasafrjóvgunar.

Dvöl á heilsustofnun

Félagar fá allt að 50.000 króna styrk á tveggja ára fresti vegna endurhæfingar á heilsustofnunum.

Dánarbætur

Greiddar eru allt að 350.000 krónur í dánarbætur til erfingja vegna fráfalls félaga í sjóðnum.

Starfstengd áföll eða óvænt starfslok

Félagar fá styrk til að vinna úr áfalli í starfi eða í kjölfar óvæntra eða erfiðra starfsloka.

Ferðastyrkur vegna alvarlegra veikinda

Félagar fá styrki til ferða til útlanda í lækningaskyni.

Annar heilbrigðiskostnaður

Við sérstakar aðstæður, s.s. mikil útgjöld umfram 150.000 kr. sem rekja má til veikinda eða slysa sjóðfélaga sjálfs, getur sjóðstjórn veitt styrk allt að 150.000 kr. á hverjum 12 mánuðum. Greitt er 30% af styrkhæfum kostnaði.

Sjúkradagpeningar

Félagar fá sjúkradagpeninga vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sem nema 80% af grunni inngreiðslna síðastliðna fjóra mánuði fyrir óvinnufærni.

Ættleiðingarstyrkur

Félagar fá styrki vegna ferða til útlanda til að sækja barn til ættleiðingar.