Breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM sem taka gildi frá og með 1. apríl 2023

Breytingarnar eru ráðstöfun til að rétta við hallarekstur en útgjöld sjóðsins og ásókn í sjúkrapeninga hafa farið verulega fram úr áætlunum. Stjórn hefur því samþykkt að gera breytingar á úthlutunum Styrktarsjóðs með skipulagsskrá sjóðsins að leiðarljósi.

Ákveðið hefur verið að fella niður styrk vegna gleraugnakaupa og augnaðgerða, sem og styrk vegna tannviðgerða. Þá lækkar upphæð fæðingarstyrks félaga í 175.000 kr. úr 200.000 kr.

Allar umsóknir sem berast frá og með 1. apríl munu því taka mið af þeim reglum sem þessar breytingar fela í sér.

Sé barn fætt fyrir 1. apríl 2023 þarf umsókn um fæðingarstyrk að berast fyrir 1. apríl svo fæðingarstyrkur verði 200.000 kr.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt