Ferðaávísunin er góður ferðafélagi í sumar
Ferðaávísanir OBHM nýtast sem greiðsla upp í gistingu og ferðir hjá ferðafélögum um allt land.
Ferðaávísanir OBHM nýtast sem greiðsla upp í gistingu og ferðir hjá ferðafélögum um allt land.
Ferðaávísanir er hægt að kaupa á mínum síðum í gegnum Orlofssjoðinn. Með þeim er hægt að kaupa inneign sem nýtist í gistingu víðsvegar um landið og í ferðir hjá ferðafélögum. Hámarks niðurgreiðsla fyrir félaga í ár er 25.000 kr.
Ef þú ætlar að nota ferðaávísunina þarftu að hringja eða senda tölvupóst á viðkomandi samstarfsaðila (hótel, gistiheimili eða ferðafélag) til að athuga hvort það sé laust á þeim tíma sem þú hefur í huga. Þú lætur vita að þú viljir bóka með ferðaávísun á þeim kjörum sem því fylgir.
Þegar þú mætir á staðinn nægir að gefa upp kennitölu. Ef svo vill til að þú rekist á betra tilboð frá sama hóteli eða gistiheimili er hægt að nota ávísunina upp í það tilboð að hluta til eða öllu leyti. Félagar eru þannig ekki bundnir af því tilboði sem þeir völdu sér upphaflega.
Hægt er að fá ávísunina endurgreidda hvenær sem er. Veljir þú að fá endurgreitt færðu einnig til baka þá punkta sem þú notaðir við kaupin.
Ávísanirnar eru rafrænar og renna ekki út.
Í gegnum Orlofsvefinn er einnig hægt að kaupa veiðikort, útilegukort og gjafabréf í flug hjá Icelandair og Erni.