Rof á aðild
Fæðingarorlof: Sjóðfélagar njóta óskertra réttinda í Orlofssjóðnum í fæðingarorlofi, með því að greiða stéttarfélagsgjöld af greiðslum frá Fæðingarorlofssjóði.
Í veikindum: Þeir sjóðfélagar sem þiggja dagpeninga úr sjúkra- eða styrktarsjóði og nutu fullra réttinda í orlofssjóði áður en dagpeningagreiðslur hófust skulu eiga óskertan rétt í orlofssjóði meðan á dagpeningagreiðslum stendur.
Sjóðfélagar eru skráðir óvirkir á meðan ekki er greitt vegna þeirra í sjóðinn.
Ævigjald fyrir lífeyrisþega
Þeir sjóðfélagar sem njóta fullra réttinda í OBHM við töku lífeyris geta greitt ævigjald til þess að viðhalda sjóðsaðild. Sjóðfélagi hefur 24 mánuði til þess að óska eftir ævigjaldi eftir að iðgjaldagreiðslur hætta að berast í orlofssjóðinn.
Við greiðslu á ævigjaldi viðheldur sjóðfélagi sömu réttindum og áður fyrir utan að geta ekki leigt orlofskosti á úthlutunartímabilum (yfir páska eða sumar). Ævigjaldsþegar geta þó bókað þegar það opnar fyrir alla til að bóka eftir úthlutun og forgangsbókun.
Upphæð ævigjaldsins árið 2025 er: 25.922 kr.
Til þess að sækja um æviaðild þarf að senda tölvupóst á obhm@bhm.is með meðfylgjandi staðfestingu á því að lífeyristaka sé hafin. T.d. skjáskot af launaseðli frá lífeyrissjóði eða staðfestingu frá lífeyrissjóðnum að lífeyristaka sé hafin.
Sjóðfélagi fær síðan ævigjaldið sent í heimabankann. Þegar ævigjaldið er greitt er sjóðfélagi uppfærður í kerfinu.
Ert þú í atvinnuleit, á endurhæfingarlífeyri, öryrki, í launalausu leyfi eða námsleyfi?
Atvinnuleitendur, endurhæfingarlífeyrisþegar, öryrkjar, fólk í launalausu leyfi eða námsleyfigeta greitt árgjald til þess að viðhalda sjóðsaðild. Árgjaldið tekur breytingum árlega (janúar) og er miðað við launavísitölu og grunnvísitöluna 803,8.
- Sýna þarf fram á atvinnuleysi með launaseðli frá Vinnumálastofnun þar sem fram kemur að félagsgjald sé greitt.
- Staðfesting á greiðslum þarf að fylgja vegna endurhæfingalífeyris.
- Staðfestingu frá yfirmanni ef um launalaust leyfi eða námsleyfi er að ræða.
- Ef um örorku er að ræða þá þarf að senda afrit af örorkuskírteini eða góða mynd af því.
Árgjaldið árið 2025 er: 3.839 kr.
Til þess að sækja um að greiða árgjald þarf að senda tölvupóst á obhm@bhm.is. Sjóðfélagi fær árgjaldið sent í heimabankann eftir að gögn hafa borist. Þegar árgjaldið er greitt helst sjóðfélaginn uppfærður út árið. Sækja þarf aftur um árgjaldið ári seinna ef viðhalda á réttindum.
