Orlofssjóður

Orlofssjóður BHM hefur það markmið að auðvelda félögum að njóta orlofstöku sem best, enda er mikilvægt að hvíla sig og hlaða batteríin. Sjóðurinn leigir félögum sínum orlofshús og íbúðir um land allt. Einnig er hægt að kaupa gjafabréf í flug, útilegu- og veiðikortið sem og ferðávísun.

Orlofsvefur BHM

Á orlofsvef BHM er hægt að bóka lausa sumarbústaði, kaupa gjafabréf í flug, útilegu- og veiðikort sem og nálgast afslætti hjá ýmsum fyrirtækjum. Einnig er hægt að kaupa Ferðaávísun sem hægt er að nota í gistingu hjá samstarfsaðilum um land allt og/eða gönguferðir hjá ferðafyrirtækjum.

Fylgstu með

Öllum mikilvægum upplýsingum um sjóðinn er miðlað á:

Orlofshúsavef Orlofssjóðs BHM

Facebook-síðu Orlofssjóðs BHM

Á Facebook síðu sjóðsins er einnig oft auglýst það sem losnar með stuttum fyrirvara.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á sjodir@bhm.is.

Skráðu þig á póstlistann

Ferðaávísun nýtist í gistingu og gönguferðir

Hægt er að kaupa Ferðaávísun með góðri niðurgreiðslu á orlofsvef BHM (hægra megin). Ferðaávísunin er mjög nytsamleg, hægt er að nota hana til kaupa gistingu hjá mörgum samstarfsaðilum um land allt, gönguferðir hjá ferðafyrirtækjum og veiðifélagi.

Niðurgreiðslan er 35% af heildarupphæð, þó að hámarki 25.000 kr. árið 2024.

Orlofshús og íbúðir

Orlofssjóðurinn á sumarbústaði og íbúðir víða um land. Hægt er að leigja þau á orlofsvefnum og skoða þá nánar.

Kort af Brekkuskógi

Hér má sjá yfirlitsmynd af staðsetningu og gerð húsa í Brekkuskógi.

Á orlofsvefnum má sjá myndir af húsum og frekari upplýsingar.

Allar bókanir fara í gegnum orlofsvefinn.

Sjá stærri mynd

Afslættir af vörum og þjónustu

Félagar í Orlofssjóði BHM fá margs konar afslátt af vörum og þjónustu hjá um hundrað fyrirtækjum um allt land. Afslátturinn nær til dæmis til veitingastaða, afþreyingar, gjafavöru, fatnaðar og reksturs bifreiða.

Hérna getur þú séð upplýsingar hvernig þú nálgast félagsskírteini OBHM.

Gjafabréf í flug og fleira

Félagar geta keypt gjafabréf á góðum kjörum. Gjafabréfin er hægt að nota upp í flugferðir innanlands og utan með Icelandair og Erni.

Félagar geta þar að auki keypt útilegukortið og veiðikortið á góðum kjörum.

Úthlutunarreglur

Á úthlutunartímabilum yfir sumar og páska fer úthlutun orlofshúsa 50% eftir punktastöðu og 50% eftir hlutkesti. Hægt er að senda inn umsóknir í báða hópana en þó bara hægt að leigja 1 viku á hverju tímabili fyrir sig.

Vetrarleiga

Við höfum opnað fyrir bókanir tímabilið

23. ágúst 2024 - 3. janúar 2025.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt