
Gjafabréf í flug
Gjafabréfin sem hægt er að kaupa eru frá Icelandair, Niceair og Erni. Þau er hægt að kaupa á orlofsvef BHM, en fyrst þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Á hverju almanaksári er hægt að kaupa:
Icelandair:
- 5 stykki að verðmæti 30.000 kr., sjóðfélagi greiðir 22.000 kr.
- 4 stykki að verðmæti 12.000 kr., sjóðfélagi greiðir 8.800 kr
*Gildistíminn er 5 ár og hver sem er getur nýtt sér þau. Hægt er að nota bréfin bæði í flug innan- og utanlands. Hægt er skoða stöðu á áður keyptum gjafabréfum hér.
Niceair:
- 5 stykki að verðmæti 32.000 kr., sjóðfélagi greiðir 22.000 kr.
*Gildistíminn er ótímabundinn.
Ernir:
5 stykki að verðmæti 20.800 kr., Höfn í Hornafirði, sjóðfélagi greiðir 16.300 kr.
5 stykki að verðmæti 20.800 kr., Húsavík, sjóðfélagi greiðir 16.300 kr.
*Gildistíminn er ótímabundinn.
Hægt er að nálgast áður keypt gjafabréf á orlofsvef BHM undir: síðan mín og mínar pantanir.
ATH. Ekki er hægt að fá gjafabréf endurgreidd.
Ferðaávísanir eru rafrænar og renna ekki út
Hámarks niðurgreiðsla fyrir sjóðfélaga í ár hefur verið hækkuð í 25.000 kr.
- Árið 2022 var niðurgreiðslan 15.000 kr.
- Árið 2021 var niðurgreiðslan 7.000 kr.
Með Ferðaávísun er hægt að kaupa inneign sem nýtist í gistingu víðsvegar um landið og/eða í ferðir hjá ferðafélögum.
OBHM niðurgreiðir um 35% af valinni upphæð að hámarki 25.000 kr. Fyrst þarf að hringja eða senda tölvupóst á samstarfsaðila og ath hvort það sé laust á þeim dagsetningum sem henta og láta vita að þú viljir bóka með Ferðaávísun á þeim kjörum sem því fylgir. Þegar þú mætir á staðinn nægir að gefa upp kennitölu. Ef þú rekst einhvern tíma á annað betra tilboð frá sama hóteli eða gistiheimili, geturðu notað ávísunina upp í það tilboð, eða notað hana að hluta til. Þú ert ekki bundinn af því tilboði sem þú valdir þér upphaflega. Þú getur fengið ávísunina endurgreidda hvenær sem er, en þá aðeins þá upphæð sem þú lagðir sjálfur út. Þá punkta sem þú notaðir við kaupin, færðu einnig til baka. Óskað er eftir endurgreiðslu inn á Ferðaávísunarvefnum.
Hér að neðan er listi yfir alla samstarfsaðilana. Listarnir eru einnig inni á Mínum síðum Orlofssjóðsins og þar er hægt að lesa sér til um skilmála og kaupa ferðaávísinir - athugaðu að þú þarft að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum:
Ferðafyrirtækin eru:
- Útivist
- Fjallafjör
Gististaðir:
- Berjaya Reykjavik Natura Hotel
- Berjaya Reykjavik Marina Hotel
- Berjaya Akureyri Hotel
- Berjaya Hérað Hotel
- Berjaya Mývatn Hotel
- Hótel Heydalur
- Hótel Siglunes
- Gistiheimilið Lyngholt
- Hótel Höfn
- UMI Hotel
- Hótel Laugarbakki
- Hótel Ísland Spa and Wellness
- Hótel Ísland Comfort
- Konvin Hotel By Keflavik Airport
- Holt Inn
- Grand Hótel Reykjavík
- Hótel Reykjavík Saga
- Fosshótel Baron
- Hótel Reykjavík Centrum
- Fosshótel Lind
- Fosshótel Rauðará
- Fosshótel Reykjavík
- Fosshótel Glacier Lagoon
- Fosshótel Húsavík
- Fosshótel Stykkishólmur
- Fosshótel Reykholt
- Fosshótel Mývatn
- Fosshótel Vatnajökull
- Fosshótel Núpar
- Hótel Vestmannaeyjar
- Langaholt
- Center Hotels Laugavegur
- Center Hotels Plaza
- Grandi by Center Hotels
- Center Hotels Arnarhvoll
- Þingholt by Center Hotels
- Miðgarður by Center Hotels
- Hótel Norðurland
- Landhótel
- Alba gistiheimili


