Seinni hluti rannsóknar um hinsegin vinnumarkað

Framhaldsrannsókn af rannsókn á kjörum hinsegin fólks á vinnumarkaði sem kynnt var á Hinsegin dögum er farin í loftið. Rannsóknin er samstarfsverkefni Samtakanna´78, heildarsamtaka launafólks og Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Í könnuninni, sem lögð er fram af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, ert þú beðin/nn/ð um að svara nokkrum spurningum er lúta að stöðu þinni á vinnumarkaði og hinseginleika. Meðferð persónuupplýsinga er háð ströngum persónuverndarskilyrðum.

Það tekur aðeins örfáar mínútur að svara könnuninni og skiptir þátttaka þín miklu máli.

Könnunin er framhald af rannsókn sem gerð var í sumar um kjör hinsegin fólks á vinnumarkaði og var kynnt á Hinsegin dögum. Þar undirrituðu formenn BHM, BSRB og forseti ASÍ viljayfirlýsingu um aukið samstarf og geiningar á stöðu jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt