Skip to content

Kolbrún tekin við sem formaður BHM

Aðalfundur BHM fór fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica

Á fundinum var nýr formaður boðinn velkominn og nýtt aðildarfélag tekið inn í bandalagið. Fundurinn ályktaði um fimm mikilvæg málefni, meðal annars um áherslur næstu kjarasamninga og verðbólgu.

Kolbrún Halldórsdóttir tók formlega við embætti formanns BHM af Friðriki Jónssyni á fundinum. Kolbrún hefur síðastliðið ár verið starfandi varaformaður. Í formannsræðu sinni talaði Kolbrún um mikilvægi fjölbreytni og samstöðu og lagði línur fyrir sín áherslumál til næstu tveggja ára.

Rithöfundasamband Íslands fékk formlega aðild að bandalaginu á aðalfundinum og eru því aðildarfélög BHM orðin 28. Framkvæmdastjórn veitti RSÍ bráðabirgðaaðild 30. janúar síðastiðinn.

Fimm ályktanir voru samþykktar á aðalfundi BHM í ár; um verðbólgu, húsnæðismarkað, gervigreind, innri mál BHM, kjarasamninga 2024 og verkföll BSRB.

Ályktanirnar má nálgast hér.