Könnun um sjóði BHM - þín skoðun skiptir máli
18. maí 2023
Styrktarsjóður BHM og Sjúkrasjóður BHM vilja bæta þjónustu við félaga sína
Viðhorfskönnun hefur nú verið send til sjóðfélaga.
Viðhorfskönnun hefur nú verið send til sjóðfélaga.
Sjóðirnir tveir vinna nú í sameiningu að stefnumótun í samstarfi við Brú Strategy. Í þeirri vinnu verður lagður metnaður í að skilgreina og mæta væntingum sjóðfélaga til sjóðanna tveggja. Sjóðfélagar hafa nú fengið senda viðhorfskönnun í tölvupósti en tilgangur hennar er meðal annars að meta þekkingu og viðhorf sjóðfélaga á sjóðum félagsins og að meta reynslu og upplifun þeirra af þjónustu sjóðanna. Útsending og úrvinnsla könnunarinnar er á hendi EMC rannsókna.
Við hvetjum öll til að taka þátt og móta þannig þjónustuna með okkur. Þín skoðun skiptir máli.