Skip to content

Könnun um sjóði BHM - þín skoðun skiptir máli

Styrktarsjóður BHM og Sjúkrasjóður BHM vilja bæta þjónustu við félaga sína

Viðhorfskönnun hefur nú verið send til sjóðfélaga.

Sjóðirnir tveir vinna nú í sameiningu að stefnumótun í samstarfi við Brú Strategy. Í þeirri vinnu verður lagður metnaður í að skilgreina og mæta væntingum sjóðfélaga til sjóðanna tveggja. Sjóðfélagar hafa nú fengið senda viðhorfskönnun í tölvupósti en tilgangur hennar er meðal annars að meta þekkingu og viðhorf sjóðfélaga á sjóðum félagsins og að meta reynslu og upplifun þeirra af þjónustu sjóðanna. Útsending og úrvinnsla könnunarinnar er á hendi EMC rannsókna.

Við hvetjum öll til að taka þátt og móta þannig þjónustuna með okkur. Þín skoðun skiptir máli.