Opið fyrir sumarúthlutanir orlofshúsa

Orlofssjóður BHM leigir félögum sínum íbúðir og orlofshús um land allt. Nú er opið fyrir sumarúthlutanir.

Opnað var fyrir sumarumsóknir hjá orlofssjóði BHM 1. mars og hægt er að sækja um orlofshús til og með 22. mars. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu umsóknirnar berast.

Sjóðfélagar fá svar í tölvupósti í kringum 24.mars um hvort þau hafi fengið úthlutað eða ekki. Þau sem fá samþykkta umsókn hafa þá tvær vikur til að greiða fyrir sumarúthlutunina, eða út 7. apríl. Ef ekki er greitt fyrir þann tíma dettur úthlutunin út.

Þau hús sem ekki er greitt fyrir fara svo í úthlutun 10. apríl kl 12.00.

Við minnum á að hægt er að skila inn tveimur umsóknum, annars vegar vegna punktastöðu og hins vegar fyrir hlutkesti/happdrætti. Þó er aðeins hægt að fá úthlutað einni viku.

Öllum orlofskostum er úthlutað 50% eftir punktastöðu (25 hús) og 50% eftir hlutkesti (25 hús).

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt