Ný framkvæmdastjórn BHM

Ný framkvæmdastjórn BHM tók við á aðalfundi bandalagsins 25. maí

Tveir stigu úr framkvæmdastjórn á aðalfundinum, þeir Friðrik Jónsson og Andrés Erlingsson. Þeirra sæti tóku Þorkell Heiðarsson og Sigrún Einarsdóttir. Nýr varafulltrúi í stjórn er Hjördís Sigursteinsdóttir. Sjálfkjörið var í öll framkvæmdastjórnarsæti.

Ný framkvæmdarstjórn BHM ásamt fráfarandi fulltrúum

Framkvæmdastjórn tekur ákvarðanir um öll mál er varða daglega starfsemi bandalagsins í samræmi við lög þess og stefnu. Hún gerir formannaráði grein fyrir störfum sínum og ber undir það mikilvæg stefnumótandi mál. Framkvæmdastjórn kemur saman mánaðarlega.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt